- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Eftirlitsmyndavélar í Lindahverfi er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur. Meðal annars sem íbúar kusu má nefna rathlaupabraut í Fossvogi, körfuboltavöll við Hörðuvallaskóla, hjólastæði við Smáraskóla og leiktæki á Rútstúni.
Metþátttaka var í kosningunum, sem stóðu frá 25.janúar til 5. febrúar, eða 18% sem er mesta þátttaka sem hefur verið í sambærilegum kosningum á Íslandi. Hlutfallslega flestir kusu í Linda- og Salahverfi eða 24%.
Alls hlutu 37 hugmyndir brautargengi en 200 milljónum verður varið í verkefnin. Framkvæmd þeirra hefst í vor en lýkur á næsta ári.
Rúmlega 5.000 manns tóku þátt í kosningunni sem er 18% Kópavogsbúa 16 ára og eldri. Tæplega 60% þátttakenda voru konur, ríflega 40% karlar. Þátttekendur á aldrinum 31-40 voru fjölmennastir, 1.558 eða 31%, fast á hæla fylgdi aldurshópurinn 41-50 eða 1.531.
Síðast þegar kosið var í Okkar Kópavogi tóku 3.500 manns þátt eða 12,5% þeirra sem hafa kosningarétt. Kjósendum fjölgar þannig um ríflega 1.500 manns eða 43%.
Nánari upplýsingar