- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur komið sér fyrir á neðri hæð Digraneskirkju og verður þar með sína starfsemi til jóla.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, fór og skoðaði aðstöðuna og var vel tekið af formanni Mæðrastyrksnefndar, Önnu Kristinsdóttur sem sýndi henni hvernig nefndin hefur komið sér fyrir. Þá var heilsað upp á sóknarprestinn, sr. Alfreð Örn Finnsson.
„Ég er þakklát fyrir hversu vel Digraneskirkja tók í erindi okkar um að finna Mæðrastyrksnefnd Kópavogs stað, nefndin gegnir afar mikilvægu hlutverki í Kópavogi,“ segir Ásdís.
Mæðrastyrksnefnd var áður til húsa í Fannborg 5 en það húsnæði þarfnast viðgerðar og Kópavogsbær fann því nýtt húsnæði að ósk nefndarinnar.