- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lokahátíð Skapandi sumarstarfa verður haldin miðvikudaginn 23. júlí klukkan átta. Á hátíðinni munu listamenn Skapandi Sumarstarfa kynna verkefni sín. Meðal þess sem bryddað hefur verið upp á í sumar er stuttmyndahátíð, tónleikar og hljóðinnsetningar.
25 listamenn hafa starfað í 13 hópum undir hatti Skapandi sumarstarfa í sumar. Verkefnin sem voru valin í ár eru af ólíkum toga og gestir á lokahátíðinni mega því búast við einkar fjölbreyttri listaflóru.
Meðal nýjunga sem bryddað var upp á í ár var stuttmyndakeppnin Gullmolinn 2014 sem haldin var hátíðleg í fyrsta sinn í Ungmennahúsinu Molanum 17. júlí síðastliðinn fyrir fullu húsi.
Þá hefur klarinettudúóið Dúó Nítsirkasíle haldið tónleika á ýmsum stöðum í Kópavogsbæ, Hljóðinnréttingar Kópavogs sett svip sinn á bæinn, glerlistamaðurinn Tryggvi Þór Pétursson unnið að glerlistaverkum fyrir fyrirtæki í Hamraborginni, Bestival lífgað upp á opin svæði í bænum og svo mætti lengi telja.
Hátíðin fer fram í ungmennahúsinu Molanum, Hábraut 2. Dagskrá hefst klukkan 20:00 en að henni lokinni verður hægt að skoða listaverkin fram eftir kvöldi og njóta léttra veitinga.
Lokahátíð Skapandi Sumarstarfa er fyrirtaks tækifæri til að kynnast því sem ungir listamenn úr Kópavogi eru að fást við.
Aðgangur er ókeypis.