- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hin árlega menningarhátíð Kópavogs, Kópavogsdagar, fer fram dagana 8. til 11. maí. Dagskráin verður mjög fjölbreytt með dansi, leiklist, tónleikum og fleiru. Nú sem endranær er ókeypis inn á flesta viðburði á Kópavogsdögum.
Hátíðin sem er nú haldin í ellefta sinn hefur unnið sér sess á meðal bæjarbúa. Markmið Kópavogsdaga er að gefa bæjarbúum færi á að njóta ríkulegs menningarlífs bæjarins á nokkurs konar uppskeruhátíð.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í hátíðinni er bent á að senda Örnu Schram forstöðumanni Listhúss Kópavogsbæjar póst á netfangið arnaschram@kopavogur.is
Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt er nær dregur.