Jólalundur alla sunnudaga

Úr jólalundinum í Guðmundarlundi.
Úr jólalundinum í Guðmundarlundi.

Jólalundurinn er opnaður í Guðmundarlundi en þetta er í fyrsta skipti sem Kópavogsbær býður gestum inn í Guðmundarlund með þessum hætti. Alla sunnudaga í aðventunni verða meðlimir úr íslensku jólafjölskyldunni frá kl. 13 – 15 á staðnum og bjóða upp á jólaball, spurningakeppni og margt fleira.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, heimsótti Jólalundinn með fjölskyldu sinni og var mjög hrifin.

"Það er okkur mikið gleðiefni að geta boðið gestum upp á nærandi samveru á þessum yndislega stað sem Guðmundarlundur er. Hópurinn sem stendur að viðburðinum hefur náð að skapa einstaka stemmingu í fullkomnu samspili við náttúruna. Mikil spenna myndaðist hjá mínu fólki að ráða gátuna í ratleiknum og höfðum við fullorðna fólkið vart undan að fylgja eftir. Sjálfri fannst mér jólaballið vera hápunkturinn, hún Rófa er þeim gáfum gædd að vekja bæði lukku hjá ungum jafnt sem öldnum. Ég hvet því alla að heimsækja Jólalundinn, fá jólastemminguna beint í æð í ferska loftinu," segir Ásdís.

Hópurinn sem tendur að viðburðinum er einnig með leiksýninguna Ævintýri í Jólaskógi sem nú er sett upp fjórða árið í röð í Guðmundarlundi.

Dagskrá jólalundarins

Nánar