Hátíðardagskrá Barnamenningarhátíðar

Frá upphafi Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.
Frá upphafi Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.

Laugardaginn 22. apríl verður boðið upp veigamikla hátíðardagskrá í menningarhúsunum og Smáralind í tilefni Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.

Hátíðardagskrá Barnamenningarhátíðar í Kópavogi 22. apríl:

12:00 – 12:30 | Á útisvæði Menningarhúsanna
Dansa latína: Stuðtónlist og sveifla með Skólahljómsveit Kópavogs A-sveit.
Stjórnandi er Össur Geirsson.

12:30 – 13:00 | Salurinn
Allt er ljúft og gott: Söngvakeppnin og söngleikjatónlist í flutningi Skólakórs og Barnakórs Smáraskóla. Stjórnandi er Ásta Magnúsdóttir.

13:00 – 13:30 | Gerðarsafn
Trúðalæti með Silly Suzie og Momo.

13:15 – 13:30 | Salurinn
Vorið kemur, heimur hlýnar: Börn úr 5. bekk Kársnesskóla undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.

13:30 – 14:00 | Salurinn, fordyri
Pata Pata: Marimbasveit Smáraskóla. Stjórnandi er Ásta Magnúsdóttir.

14:00 – 14:30 | Salurinn
Springum út: Splunkuný sirkussýning með Sirkus Ananas fyrir krakka á öllum aldri.

14:30 – 15:00 | Bókasafn Kópavogs
80s danspartý fyrir alla fjölskylduna: Friðrik Agni og Anna Claessen leiða diskósveiflu.

15:00 – 15:30 | Gerðarsafn
Krakkaleiðsögn um Að rekja brot með Erni Alexander Ámundasyni.

Smiðjur fyrir alla fjölskylduna 22. apríl:

12:00 – 14:00 | Bókasafn Kópavogs
Sumarsmiðja: Búum til dúfur úr silkipappír, stenslum, spotta og priki. Að smiðju lokinni verður hægt að taka dúfuna með sér heim og leyfa henni að flögra um loftin blá.

12:00 – 16:00 | Bókasafn Kópavogs
Friðartjaldið: Opið rými fyrir öll börn til þess að koma og skilja eftir mark sitt með málningu, stenslum og nælum. Í sameiningu búum við til öruggt, friðsælt og listrænt rými sem verður að lokum listaverk fyrir öll til þess að njóta.Smiðjan er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Barnamenningarhátíðar og Bókasafns Kópavogs.

13:00 – 15:00 | Náttúrufræðistofa Kópavogs
Augaleið með ÞYKJÓ: Hvernig sjáum við veröldina? Glænýjar sjónarspilsþrautir, fróðleikur og skapandi verkefni um skynjun dýra og manna eftir ÞYKJÓ.

13:00 – 14:00 | Smáralind
Vatnsdropinn. Klippimyndasmiðja H. C. Andersen

14:00 – 16:00 | Gerðarsafn
Komd’inn: Klippimyndasmiðja út frá sýningunni Að rekja brot.

Sýningar á Barnamenningarhátíð í Kópavogi:

Þú hefur orðið | Gerðarsafn
Verk eftir börn af unglingastigi Kársnesskóla, unnin í Barnamenningarviku út frá sýningunni Að rekja brot. Börnin velja sér orð og minningu sem þau vinna út frá í ólíkan efnivið.
Leiðbeinendur og sýningarstjórar: Melanie Ubaldo og Dýrfinna Benita.

Þar sem gerast sögur og ævintýr | Bókasafn Kópavogs
Sýning á verkum 120 leikskólabarna í barnadeild Bókasafns Kópavogs á Barnamenningarhátíð. Börn frá Arnarsmára, Álfaheiði, Fögrubrekku, Marbakka, Núpi og Skólatröð (Urðarhóli).

Spor í rétta átt | Bókasafn Kópavogs
Sýning á útsaumsverkum eftir 30 nemendur í unglingadeild Snælandsskóla. Unga listafólkið teiknaði sína mynd á efni og valdi sér útsaumsspor að eigin vali. Leiðbeinandi: Gunnlaug Hannesdóttir.

Ljóð ungra Kópavogsbúa | Bókasafn Kópavogs
Ljóð barna sem tóku þátt í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2023 verða sýnd á skjám Bókasafns Kópavogs í Barnamenningarviku.

Það sem augað sér | Lindasafn
Vatnslitamyndir eftir 120 börn úr 2. – 5. bekk og 7. – 8. bekk í Lindaskóla unnin undir leiðsögn Sigríðar Valdimarsdóttur og Birnu Sísí.

Vatnsdropinn: Náttúran sem sögupersóna | Smáralind
Sýning á verkum nemenda í grunnskólum Kópavogs sem skoðuðu náttúruna í ævintýrum H. C. Andersen, hjá Múmínálfunum og Krökkunum í Ólátagarði. Á sýningunni gefur að líta um 300 verk eftir um 500 börn sem öll lásu sögur höfundanna sem Vatnsdropinn byggir á og unnu verk sín út frá þeim.

 

 

 

 

Barnamenningarhátíð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.