Nýjar grenndarstöðvar við Vallakór og Bakkabraut

Ný grenndarstöð við Vallakór tekin í gagnið.
Ný grenndarstöð við Vallakór tekin í gagnið.

Ný grenndarstöð við Vallakór var tekin í notkun þann 10. júlí en hún er stærri grenndarstöð þar sem einnig er hægt að flokka pappa og plast. Ný grenndarstöð á Kársnesi, við Bakkabraut, opnaði 23. júlí en þar eru gámar fyrir gler og málma.

 

Grenndarstöð við Vallakór.

 

Miklar umbætur hafa orðið á grenndarstöðvum bæjarins en í Kópavogi eru 10 grenndarstöðvar. Þær stöðvar sem búið er að taka í gegn eru grenndarstöðvarnar við Engihjalla, Kópavogsvöll, Salaveg, Hjallabrekku og Álfkonuhvarf.

Við endurbæturnar var lögð áhersla á bætt aðgengi fyrir gangandi og akandi auk betri umgengni gáma með notkun skynjara. Inleitt hefur verið snjallara kerfi við tæmingu grenndarstöðva en allir gámar, nema textílgámar, eru með skynjurum svo hægt sé að tæma gámana eftir því hvenær þeir fyllast. Textílgámarnir fá skynjara í vetur.

 

Grenndarstöð við Bakkabraut.

 

Í Kópavogi er fjórflokkun sorps við hvert íbúahús lögum samkvæmt. Matarleifum, plasti, pappír og blönduðum úrgangi er safnað af sorphirðunni á tveggja vikna fresti. Auk þessara flokka, eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa það á grenndarstöðvum eða næstu endurvinnslustöð. Með þessu er tryggt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti losað sig við helstu tegundir af rusli í sínu hverfi og nærumhverfi.

Smærri grenndarstöðvar eru í nærumhverfi íbúa og eru staðsettar víðsvegar um bæjinn. Þar eru gámar fyrir gler, málm og flöskur. Textílgámar eru til staðar á flestum smærri grenndarstöðvum.

Stærri grenndarstöðvar eru á fjórum stöðum í bænum, Borgarholti, Engihjalla, Salaveg og Vallakór. Ásamt þeim fjórum flokkum sem er safnað á smærri grenndarstöðvum verður einnig hægt að losa sig við plast, pappa og pappírsúrgang frá heimilum.

 

Smelltu hér til að fá yfirlit yfir grenndarstöðvar nálægt þér.

 

Takk fyrir að flokka!