- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær fékk styrk til þriggja verkefna við úthlutun mennta- og barnamálaráðuneytis til nýsköpunar og skólaþróunarverkefna á vettvangi leik- grunn- og framhaldsskóla og frístundastarfs.
Tvö verkefni menntasviðs Kópavogsbæjar hlutu styrk, Velkomin og Vitund. Þá hlaut Hörðuvallaskóli styrk fyrir verkefnið Draumagerðasmiðjan.
Nánar um Verkefnin:
Verkefnið Velkomin-Mennt er máttur þegar þú ert sáttur á frístundadeild menntasviðs hlaut 3,5 milljóna króna styrk. Velkomin er samfélagsverkefni fyrir börn í Kópavogi á aldrinum 10-18 ára sem hafa annað móðurmál en íslensku. Velkomin miðar að því að hvetja börn og ungmenni til aðlögunar í skóla og samfélaginu með einstaklingsbundnum hætti í gegnum íþrótta- og frístundastarf.
Þá hlaut verkefnið Vitund – Stafræn tilvera á grunnskóladeild hlaut tveggja milljóna króna styrk. Verkefnið er unnið að frumkvæði Kópavogsbæjar og snýst um að þýða og setja upp námsefni og kennsluleiðbeiningar fyrir kennslu barna og ungmenna í ábyrgri netnotkun og almennri umgengni við tæknina. Jafnframt verður sett upp námskrá til viðmiðunar kennslu í hverjum árgangi. Þetta sama verkefni hlaut áður styrk upp á fimm milljónir úr Sprotasjóði. Þessi nýi styrkur fer einkum í hönnun og uppsetningu á vefsíðu þar sem afrakstur verkefnisins mun birtast og nýtast skólum á landsvísu.
Allir grunnskólar í Kópavogi eru samstarfsaðilar ásamt Langholtsskóla í Reykjavík og sérfræðingum frá Menntavísindasviði og Menntamálastofnun.
Hörðuvallaskóli hlaut 1,4 milljón króna styrk fyrir nýsköpunarver sem mun bera nafnið Draumagerðarsmiðja en í henni munu nemendur vinna að nýsköpunarverkefnum. Nemendur skólans á miðstigi hafa öðlast leikni í því að velja sér verkefni út frá áhugasviði sínu og styrkleikum.
Draumagerðarsmiðjunni er ætlað að ýta undir nýsköpun og sköpunargleði og um leið búa nemendum enn fjölbreyttara námsumhverfi sem hvetur til frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skapandi hugsunar. Fjölbreyttur og nútímavæddur námsgagnakostur sem tekur mið af örri tækniþróun og margbreytileika nemenda. Nemendur geta sjálfir þróað verkefni sín undir handleiðslu kennara og sýnt hugrekki í vali á verkefnum.
Styrkjunum er ætlað að styðja við nýja nálgun og vera hreyfiafl framfara í skóla- og frístundastarfi við innleiðingu menntastefnu, jafna tækifæri nemenda um land allt og hvetja skóla til nýsköpunar á sviði skólaþróunar.
Alls hlutu 40 verkefni styrk, samanlagt að upphæð tæplega 100 milljónir.