- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Tuttugu voru heiðruð fyrir 25 ára starf hjá Kópavogsbæ við hátíðlega viðhöfn í Salnum fimmtudaginn 18.janúar.
Starfsfólkið átti það sameiginlegt að hafa náð aldarfjórðungi í starfi árið 2023 en sú venja hefur skapast hjá bænum að heiðra fólk í ársbyrjun fyrir 25 ára starfsafmæli árið á undan. Sem þakklætisvott fyrir góð störf fengu starfsmenn afsteypu af lágmynd eftir Gerði Helgadóttur, sem Gerðarsafn er kennt við.
Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, ávarpaði gesti og rifjaði meðal annars upp hversu mikið bærinn hefur breyst á tímabilinu, en fjöldi íbúa voru um 20 þúsund árið 1998 en eru rúmlega 40 þúsund í dag.
Öll sem fengu viðurkenninguna í ár koma úr skólaumhverfinu sem hefur tekið ýmsum breytingum á tímabilinu. Skólum og leikskólum í Kópavogi hefur fjölgað í takt við íbúaþróun en árið 1998 höfðu einungis Lindaskóli og leikskólinn Dalur tekið til starfa austan Reykjanesbrautar. Bæjarstjóri þakkaði starfsfólkinu fyrir sitt mikilvæga framlag í starfi í málaflokki sem bærinn hefur lagt áherslu á að sinna vel og af metnaði.
Irpa Sjöfn Gestsdóttir, grunnskólakennari Hörðuvallaskóla
Guðbjörg Ólafsdóttir, grunnskólakennari Kársnesskóla
Sif Garðarsdóttir, grunnskólakennari Kársnesskóla
Þóra Bjarndís Þorbergsdóttir, grunnskólakennari Kársnesskóla
Erla Sigurbjartsdóttir, grunnskólakennari Lindaskóla
Margrét Ásgeirsdóttir, grunnskólakennari Lindaskóla
Geir Sverrisson, grunnskólakennari Smáraskóla
Maria Isabel Ganzalez Sigurjons, grunnskólakennari Smáraskóla
Guðrún Geirsdóttir, grunnskólakennari Snælandsskóla
Elín Guðrún Ingvarsdóttir, leikskólakennari Arnarsmára
Hildur Kristín Helgadóttir, aðstoðarleikskólastjóri Arnarsmára
Sigríður Guðjónsdóttir, leikskólakennari Arnarsmára
Heiðbjört Gunnólfsdóttir, leikskólastjóri Álfatúni
Margrét Bára Einarsdóttir, leikskólakennari Dal
Ásdís Sigurrós Jesdóttir, leikskólakennari Furugrund
Helga Hanna Þorsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Furugrund
Stefanía Herborg Finnbogadóttir, aðstoðarleikskólastjóri Kópahvoli
Gerður Rós Axelsdóttir, leikskólasérkennari Kópasteini
Kristjana Dögg Gunnarsdóttir, leikskólakennari Kópahvoli
Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri grunnskóladeild