Barnaþing í Kópavogi

Glæsilegur hópur fundaði á Barnaþingi 2025.
Glæsilegur hópur fundaði á Barnaþingi 2025.

Börn úr öllum skólum í Kópavogi komu saman á árlegu Barnaþingi. Hver skóli sendi þrjá til fjóra fulltrúa auk fulltrúa ungmennaráðs þannig að um 40 börn voru saman komin til að ræða tillögur barna í Kópavogi.

Í aðdraganda Barnaþings voru haldin Skólaþing í skólum bæjarins. Þau völdu hvert um sig tillögur til að ræða á Barnaþinginu, margar voru samhljóða og því voru það þrettán tillögur sem voru teknar til umfjöllunar.

Í hádeginu var boðið upp á pizzur og þá ávarpaði bæjarstjóri, Ásdís Kristjánsdóttir barnaþingmenn og þakkaði þeim fyrir sitt framlag.

Að loknu Barnaþingi eru tillögurnar sem voru til umræðu sendar á ný til skóla í Kópavogi og gefst nemendum þá kost að kjósa á milli þeirra. Þær tillögur sem hljóta mest fylgi verða lagðar fyrir bæjarstjórn í maí.

Tillögur skóla á Barnaþing Kópavogs 2025 sem ræddar voru á þinginu:

  • Frítt í Strætó fyrir öll börn í Kópavogi.
  • Ísbúð á Kársnesi
  • Morgunmatur í boði í öllum skólum í Kópavogi.
  • Sérdeildir/ fjölbreytta sérfræðinga í alla skóla.
  • Virkja nemendaráð meira í öllum skólum.
  • Vinaskólar í Kópavogi – Heimsóknir á milli skóla.
  • Halda hátíð í Kópavogi - eins og Skrekkur í Reykjavík
  • Bæta skólalóðir - Skemmtilegar skólalóðir.
  • Fjölga íþróttatímum eða lengja þá.
  • Fjölga kennslustundum í félagslegum samskiptum.
  • Fleiri opnanir í félagsmiðstöðvum.
  • Göt í stundatöflu í upphafi og lok dags
  • Fleira starfsfólk í frímínútum sem fylgist með