Auglýst eftir bæjarlistamanni

Auglýst eftir bæjarlistamanni Kópavogs 2020.
Auglýst eftir bæjarlistamanni Kópavogs 2020.

Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um bæjarlistamann Kópavogs. Þeir listamenn koma einir til greina sem eiga lögheimili í Kópavogi.

Bæjarlistamaður Kópavogs skal vera tilbúinn til að vinna með Kópavogsbæ að því að efla áhuga á list og listsköpun í bænum og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljónir króna.

Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir og ábendingar. Í þeim skulu koma fram upplýsingar um náms- og starfsferil viðkomandi og hugmyndir um með hvaða móti bæjarlistamaður hyggst auðga lista- og menningarlíf bæjarbúa.

Umsókn eða ábendingar skal senda fyrir 16. apríl á netfangið menning (hja) kopavogur.is

Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Kópavogs er að finna á vefsíðu Menningarhúsanna í Kópavogi