Miðvikudaginn 15. mars eru 70 ár liðin frá stofnun Bókasafns Kópavogs. Afmæli Bókasafns Kópavogs verður fagnað með pompi og prakt á sjálfum afmælisdeginum.
89% íbúa eru ánægð með Kópavogsbæ sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum.
Frá og með 1.mars er hægt að velja grænkerafæði í skólum í Kópavogi, þegar foreldrar skrá börn sín í mat í skráningarkerfi mötuneyta. Komið hefur verið á móts við óskir grænkera í skólum bæjarins til þessa með óformlegri hætti.