Íþróttaráð Kópavogs veitti í liðinni viku alls fimmtán íþróttamönnum úr Kópavogi styrki úr Afrekssjóði ráðsins. Hver styrkur hljóðar upp á 100.000 krónur.
Sjö starfsmenn Kópavogsbæjar eiga um þessar mundir 25 ára starfsafmæli. Þeir voru af því tilefni heiðraðir af samstarfsfélögum sínum við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar í dag.
Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður úr Breiðabliki og Rakel Hönnudóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2013.
Á stjórnarfundi SSH ( Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Aðilar að samningnum eru Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður.
Vatnsnotkunin í Kópavogi jókst til muna strax að loknu Áramótaskaupinu í Sjónvarpinu á gamlárskvöld. Á örskömmum tíma rauk hún úr 110 lítrum á sekúndu í 240 lítra. Að sama skapi dróst hún saman á fyrstu mínútum skaupsins og féll úr 170 lítrum á sekúndu niður í 130 lítra.
Rekstri Kvöldskóla Kópavogs hefur verið hætt frá og með 1. janúar 2014. Það var samþykkt í fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir þetta ár. Kópavogsbær sá alfarið um rekstur skólans.
Sorphirðudagatal Kópavogs fyrir árið 2014 hefur nú litið dagsins ljós. Hægt er að nálgast það með því að smella á slóðina neðst í fréttinni. Litapunktar sýna á hvaða dögum tunnur eru tæmdar í viðkomandi hverfum. Athugasemdir eða ábendingar skulu berast áhaldahúsi Kópavogs í síma 570 1660.