- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Vatnsnotkunin í Kópavogi jókst til muna strax að loknu Áramótaskaupinu í Sjónvarpinu á gamlárskvöld. Á örskömmum tíma rauk hún úr 110 lítrum á sekúndu í 240 lítra. Að sama skapi dróst hún saman á fyrstu mínútum skaupsins og féll úr 170 lítrum á sekúndu niður í 130 lítra.
Þannig má ljóst vera að Kópavogsbúar sátu líkt og aðrir landsmenn límdir við skaupið á gamlárskvöld en nýttu svo fyrstu mínúturnar að því loknu til að fara á klósettið eða ganga frá í eldhúsi með uppvaski og öðru stússi.
Upplýsingarnar um vatnstnotkun Kópavogsbúa eru fengnar frá Vatnsveitu Kópavogs. Tölurnar má sjá í meðfylgjandi töflu.