Miðvikudaginn 23. ágúst frá kl. 18:30 til 00:30 er áætlað að loka Vatnsendavegi ef veður leyfir á milli hringtorga Breiða-/Álfkonuhvarfs og Akurhvarfs/Elliðahvammsvegar vegna malbikunar.
Miðvikudaginn 16. ágúst frá kl 9:00 til 17:00 verður Vatnsendavegi lokað á milli hringtorga við Akurhvarf/Elliðahvammsveg og Álfkonu-/Breiðahvarfs vegna malbiksframkvæmda.
Vegna bilunar í vatnslögn má búast við að röskun verði á köldu vatni í Smárahverfi meðan á viðgerð stendur. Að svo stöddu er ekki vitað nákvæmlega um áhrif röskunarinnar (tíma og staðsetningu). Beðist er velvirðingar á óþægindunum.
Stofnaðar hafa verið kröfur í heimabanka frá Kópavogsbæ vegna fasteignagjalda, leikskólagjalda og heimilisþjónustu í júlí hjá íbúum sem hafa nýtt boðgreiðslur kreditkorta.