- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Tunnuskipti við heimili vegna nýs flokkunarkerfis á sorpi hefjast 22.maí, Í Kópavogi verður byrjað í Digranesi, sunnan Álfhólsvegar.
Nánari upplýsingar um í hvaða röð verður skipt um tunnur í Kópavogi verða auglýst og kynnt er nær dregur.
Samavinna sveitarfélaga
Með nýju flokkunarkerfi við heimili á suðvesturhorninu er stigið eitt stærsta skrefið í umhverfismálum sem sveitarfélögin hafa stigið frá því að hitaveita var lögð. Með réttri flokkun er hægt að minnka sóun og endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent.
Í einföldu máli snýst verkefnið um að öllum heimilum verður gert skylt að flokka fjóra flokka: Matarleifar, plast, pappír og óflokkaðan úrgang. Auk þess munu heimilin fá körfu og bréfpoka til að safna matarleifum inní eldhúsi.
Þrjár tunnur meginreglan við sérbýli
Við sérbýli bætist við ný tunna, tvískipt fyrir matarleifar og blandaðan úrgang. Þær tunnur sem fyrir er verða endurmerktar fyrir pappír annarsvegar og plast hinsvegar.
Eftir samræmingu verður fyrirkomulagið eftirfarandi.
Varðandi sérlausnir eins færri eða fleiri tunnur við heimili skulu íbúar hafa samband við sitt sveitarfélag eftir að dreifingu er lokið. Þetta verður nánar kynnt er nær dregur.
Fyrirkomulag við fjölbýli
Við öll fjölbýli verður komið við fjórum flokkum.
Meginmarkmiðið er að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er og í flestum tilfellum verður leitast við að halda rúmmáli tunna óbreyttu, þ.e að koma þeim fyrir í rýmum sem eru til staðar þannig að það pláss sem er til staðar sé nýtt að fullu.
Karfa og bréfpokar undir flokkun matarleifa
Samhliða tunnuskiptum munu heimilin fá körfu og bréfpoka sem brotna auðveldlega niður undir matarleifar. Karfan sér til þess að það lofti um bréfpokann og hann haldist þurr. Gott er að tæma bréfpokana reglulega í tunnu undir matarleifar.