Sjötíu ára Kópavogsbúum boðið til veislu

Á þriðja hundrað mættu í boð bæjarstjóra sem ávarpaði gesti.
Á þriðja hundrað mættu í boð bæjarstjóra sem ávarpaði gesti.

Bæjarstjóri Kópavogs bauð íbúum Kópavogs sem verða sjötugir árið 2025 í boð í tilefni afmælisins. Íbúarnir eru þannig jafngamlir Kópavogsbæ sem fagnar sjötugsafmæli kaupstaðaréttinda 11.maí næstkomandi.

Á þriðja hundrað mættu í boð bæjarstjóra, Ásdísar Kristjánsdóttur, og var góður rómur gerður að framtakinu. Skólahljómsveit Kópavogs lék nokkur lög fyrir gesti og boðið var upp á léttar veitingar. Þá ávarpaði bæjarstjóri gesti og bauð velkomna til veislunnar sem haldin var í Salnum miðvikudaginn 29.janúar.

Boðið er fyrsti afmælisviðburður ársins og kviknaði hugmyndin í tengslum við undirbúning afmælisársins en haldið verður upp á afmælis bæjarins með viðburðum allt árið.