- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Nemendum í Kópavogi sem hafa annað móðurmál en íslensku er boðið að taka þátt í sumarverkefninu Velkomin. Velkomin snýst um að auðvelda börnum og unglingum að taka þátt í samfélaginu og er markmið verkefnisins að börnum og unglingum finnist þau vera velkomin.
Þetta er þriðja árið í röð sem börnum í Kópavogi á aldrinum 10 til 16 ára stendur til boða að taka þátt í Velkomin en í því felst tækifæri til að tengjast börnum og unglingum, bæði sem hafa íslensku að móðurmáli og ekki. Þá er ýmis konar kynning á íþrótta og tómstundastarfi í Kópavogi í Velkomin sem er samvinnuverkefni Vinnuskólans í Kópavogi og frístundadeildar.
„Þátttakendum gefst kostur á að upplifa nýja hluti, læra betur á landið og kynnast fleiri jafnöldrum. Við förum í heimsóknir og vettvangsferðir, til dæmis á siglinganámskeið, keilu og á hestbak. Þetta hefur tekist gríðarlega vel til að mati þátttakanda og starfsfólks,“ segir Sigrún Tinna Atladóttir sem starfar hjá Velkomin.