Kópavogur sjötíu ára 2025

Vetur í Kópavogi.
Vetur í Kópavogi.

Kópavogsbær fagnar 70 ára afmæli 11.maí næstkomandi. Af því tilefni hefur tekið til starfa afmælisnefnd sem í sitja Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, formaður nefndarinnar, Orri V. Hlöðversson, Elísabet B. Sveinsdóttir, Björg Baldursdóttir, Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jóndóttir og Bergljót Kristinsdóttir.

„Ég hlakka til afmælisársins. Kópavogsbær hefur að mínu mati aldrei verið hressari, það er mikið að gerast hjá okkur í mannlífi og menningu. Þá er líka einstaklega gaman að við séum nú í fyrsta sinn í mörg ár að úthluta lóðum í nýju hverfi í Kópavogi, Vatnsendahvarfinu. Bæjarbúum fer því fjölgandi samfara því sem við byggjum fleiri öfluga grunn- og leikskóla. Þá er metnaður lagður í grænu svæðin okkar, fallegu blómatorgin okkar og útivistarsvæðin, svo bærinn verður fallegri með hverju árinu sem líður. Hvert sem litið er blasir við gott bæjarfélag þar sem er gott að búa,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.

Haldið verður upp á afmælisárið með fjölbreyttum hætti allt afmælisárið og verða viðburður kynntir eftir því sem árinu vindur fram. Framkvæmdanefnd starfsfólks mun halda utan um skipulag afmælisviðburða.