Heiðruð fyrir 25 ára starf hjá Kópavogsbæ

Starfsfólk sem unnið hafði í 25 ár hjá Kópavogsbæ árið 2024 ásamt bæjarstjóra Kópavogs.
Starfsfólk sem unnið hafði í 25 ár hjá Kópavogsbæ árið 2024 ásamt bæjarstjóra Kópavogs.

Starfsfólk sem unnið hefur 25 ár hjá Kópavogsbæ var heiðrað við hátíðlega viðhöfn í Salnum miðvikudaginn 22.janúar.

Öll áttu það sameiginlegt að hafa náð aldarfjórðungi í starfi árið 2024 en sú venja hefur skapast hjá bænum að heiðra fólk í ársbyrjun fyrir 25 ára starfsafmæli árið á undan.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, ávarpaði gesti og rifjaði meðal annars upp hversu mikið bærinn hefur breyst og vaxið á tímabilinu. Þá var fjöldi íbúa um 21 þúsund og bærinn tekinn að byggjast upp austan Reykjanesbrautaren íbúar eru rúmlega 40 þúsund í dag.

„Við hjá Kópavogsbæ erum stolt af því hversu margir ná þessum áfanga ár hvert. 25 ár eru drjúgur hluti af starfsævinni og ánægjulegt þegar fólk kýs að vera hjá sama vinnuveitanda svo langan tíma. Í því eru mikil verðmæti fólgin, með starfsreynslu skapast þekking sem er mikilvæg stofnunum okkar,“ sagði Ásdís við tækifærið.

Sem þakklætisvott fyrir góð störf var gefin mynd eftir Gerði Helgadóttur, Tillaga að mósaíkmynd, gvassverk frá árinu 1972.

21 fengu viðurkenninguna og eru þau flest starfsfólk grunn- og leikskóla, auk Þjónustumiðstöðvar Kópavogs.

Nöfn þeirra sem fengu viðurkenningu fyrir 25 ár í starfi og vinnustaður:

  • Eyja Guðrún Sigurjónsdóttir, grunnskólakennari Álfhólsskóla
  • Þórunn Eiríksdóttir, grunnskólakennari Álfhólsskóla
  • Gyða Guðmundsdóttir, skólaliði Kársnesskóla
  • Kristín Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari Kársnesskóla
  • Gróa Ingibjörg Grétarsdóttir, grunnskólakennari Kópavogsskóla
  • Elsa Sif Guðmundsdóttir, grunnskólakennari Lindaskóla
  • Hulda Hallgrímsdóttir, grunnskólakennari Lindaskóla
  • Nanna Hlín Skúladóttir, grunnskólakennari Lindaskóla
  • Jóhanna Pálsdóttir, grunnskólakennari Salaskóla
  • Sigrún Snædal Logadóttir, grunnskólakennari Smáraskóla
  • Júlía Ágústsdóttir, grunnskólakennari Snælandsskóla
  • Rannveig Haraldsdóttir, grunnskólakennari Snælandsskóli
  • Guðbjörg Sóley Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri leikskólanum Baugi
  • Guðrún Waage, deildarstjóri leikskólanum Efstihjalla
  • Auður Elfa Hauksdóttir, leiðbeinandi leikskólanum Fögrubrekku
  • Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri leikskólanum Fífusölum
  • Anna María Sigurðardóttir, leiðbeinandi leikskólanum Fífusölum
  • Sigríður Pálsdóttir, leikskólakennari leikskólanum Kópasteini
  • Rebekka Jóhannesdóttir, leikskólakennari leikskólanum Núpi
  • Dóra Margrét Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri leikskólanum Sólhvörfum
  • Jusuf Þór Bihorac, birgðastjóri Birgðastöð