- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Starfsfólk sem unnið hefur 25 ár hjá Kópavogsbæ var heiðrað við hátíðlega viðhöfn í Salnum miðvikudaginn 22.janúar.
Öll áttu það sameiginlegt að hafa náð aldarfjórðungi í starfi árið 2024 en sú venja hefur skapast hjá bænum að heiðra fólk í ársbyrjun fyrir 25 ára starfsafmæli árið á undan.
Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, ávarpaði gesti og rifjaði meðal annars upp hversu mikið bærinn hefur breyst og vaxið á tímabilinu. Þá var fjöldi íbúa um 21 þúsund og bærinn tekinn að byggjast upp austan Reykjanesbrautaren íbúar eru rúmlega 40 þúsund í dag.
„Við hjá Kópavogsbæ erum stolt af því hversu margir ná þessum áfanga ár hvert. 25 ár eru drjúgur hluti af starfsævinni og ánægjulegt þegar fólk kýs að vera hjá sama vinnuveitanda svo langan tíma. Í því eru mikil verðmæti fólgin, með starfsreynslu skapast þekking sem er mikilvæg stofnunum okkar,“ sagði Ásdís við tækifærið.
Sem þakklætisvott fyrir góð störf var gefin mynd eftir Gerði Helgadóttur, Tillaga að mósaíkmynd, gvassverk frá árinu 1972.
21 fengu viðurkenninguna og eru þau flest starfsfólk grunn- og leikskóla, auk Þjónustumiðstöðvar Kópavogs.
Nöfn þeirra sem fengu viðurkenningu fyrir 25 ár í starfi og vinnustaður: