Fasteignagjöld 2025

Kópavogur
Kópavogur

Gjalddagar verða 10, fyrsti gjalddagi 1. febrúar, síðan 1. hvers mánaðar (mars - nóvember). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. 

Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Kópavogi, sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð.

Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur ef gjöldin í heild eru greidd fyrir 17. febrúar 2025.

Hægt er að ganga frá staðgreiðslu gjalda með því að draga 3% frá heildarálagningu gjaldanna og leggja inn á banka: 0130–26–74, kt. 700169–3759.

Hægt er að skoða álagningaseðil inná: island.is

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorku-lífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð, og er hann reiknaður út frá álagningu 2024 vegna skatttekna ársins 2023, þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7 og 2.8) og fjármagnstekjum samtals (reitur 3.10)

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 7.133.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 9.114.000 krónur.

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 7.133.001 - 7.251.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.114.001 – 9.386.000 krónur.

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 7.251.001 – 7.370.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.386.001 - 9.823.000 krónur.

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 7.370.001 – 7.485.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.823.001 - 10.247.000 krónur.

Vinsamlegast athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar heldur verður einungis stofnuð krafa í heimabanka með sama hætti og áður. Engin breyting verður hjá þeim sem greitt hafa með boðgreiðslum eða í greiðsluþjónustu. Ekki er tekið á móti peningum í afgreiðslu Kópavogsbæjar, einungis kortafærslum eða millifærslum.

Ekki verða sendir út álagningarseðlar á pappírsformi en hægt er að nálgast nýjustu álagningarseðla á island.is