- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Aldrei hefur þurft að loka deildum í leikskólum í Kópavogi það sem af er skólaári, og raunar ekki frá hausti 2023 þegar Kópavogsmódelið var innleitt. Í því felst meðal annars gjaldfrjáls leikskóli sex tíma á dag, aukinn sveigjanleiki í skráningu dvalarstunda og tekjutenging afslátta af leikskólagjöldum. Markmið breytinganna var að auka stöðugleika og styrkja starfsumhverfi leikskóla.
Frá innleiðingu hefur meðal dvalartími barna styst verulega og eru 7,3 tímar á dag í stað 8,1 tími. 25% barna eru sex tíma eða skemur. 41% barna er 8 tíma eða lengur, en var 85% áður en breytingarnar tóku gildi. Flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og allar deildir opnar.
„Markmið við innleiðingu á Kópavogsmódelinu var að tryggja aukinn stöðugleika í leikskólastarfi og draga úr mönnunarvanda sem hafði verið viðvarandi í áratugi. Gæði skólastarfsins hafa aukist eftir breytingarnar, við höfum aldrei þurft að loka leikskólum sökum manneklu eða veikinda, leikskólar eru fullmannaðir og fleiri börn fá því leikskólapláss.
Stöðugleiki í þjónustunni hefur því klárlega batnað til muna, en staðan í Kópavogi var fyrir breytingar víða sú sama og hjá þeim sveitarfélögum hafa ekki gripið til aðgerða og þurfa oft og reglulega að grípa til fáliðunaráætlana og lokana. Það er ljóst að sama staða væri uppi hjá okkur ef við hefðum ekki innleitt Kópavogsmódelið.“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.
Til að meta áhrif breytinganna hafa tvisvar verið lagðar kannanir fyrir foreldra og forsjáraðila sem og starfsfólk, í árslok 2023 og sumarið 2024.
Meðal helstu niðurstaðna eru að tekjulægsti er ánægðari en aðrir tekjuhópar og vinna er helsta ástæða þess að fólk nýtir ekki sveigjanleika. Fleiri foreldrar eru ánægðir en óánægðir með breytingarnar og meirihluti þátttakenda upplifir aukinn stöðugleika í starfsemi leikskólans og fjölgar þeim milli kannana. Fleiri foreldrar eru sammála því að sveigjanlegur dvalartími sé jákvæður fyrir skipulag fjölskyldunnar en eru ósammála. Starfsfólk er almennt mjög ánægt með breytingarnar og stjórnendur leikskóla taka eftir auknum áhuga á því að starfa í leikskólum í Kópavogi.
Í nýrri rannsókn sem gerð var af fræðimönnum úr HÍ og HA á breytingum á starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi og á Akureyri, kemur fram að gæði skólastarfs hafi aukist við breytingar hjá sveitarfélögunum. Starfsfólk telur að starfsaðstæður séu betri og skipulagning starfsins auðveldari.Niðurstöður rannsóknar og kannana eru aðgengilegar á vef Kópavogsbæjar
Rannsókn á 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla