- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Tillögur bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar þann 25. apríl.
Meðal þess sem felst í tillögunum er frekari samþætting á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verður forgangsraðað með öðrum hætti. Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og sama rými sem miðar við börn og fjölskyldur.
„Fyrirhugaðar breytingar fela í sér mikil tækifæri, menningarhúsin eru flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa.“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Með nýrri nálgun á þjónustu og starfsemi stofnana samhliða aukinni samþættingu fækkar stöðugildum húsanna úr 33 í 29. Þá verður Héraðsskjalasafn lagt niður og farið í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni mun færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verður lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ.
Við gerð tillagnanna var byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá var menningarstefna Kópavogsbæjar höfð að leiðarljósi.
Tillögur bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsanna