- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær hefur frá árinu 2024 tekið þátt í nýju alþjóðlegu samstarfsverkefni Evrópusambandsins, ESB, á milli sveitarfélaga á Norðurslóðum sem kallast AURC, en það stendur fyrir „Arctic Urban-Regional Cooperation". Verkefnið snýst um sjálfbærniþróun og nýsköpun á Norðurslóðum.
Kópavogur var valinn til þátttöku ásamt fjórtán öðrum sveitarfélögum í Kanada, Bandaríkjunum, Grænlandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Samstarfinu var hleypt formlega af stokkunum í Tromsø í janúar 2024 en átti sér aðdraganda á árinu 2023. Tromsø er eitt af sveitarfélögunum sem taka þátt í verkefninu auk Kópavogs. Önnur eru: Oulu, Salla og Rovaniemi í Finnlandi, Gällevare, Umeå og Luleå í Svíþjóð, Bodø og Harstad í Noregi, Sermersooq á Grænlandi, Whitehorse og Yellowknife í Kanada, Fairbanks og Utqiagvik í Alaska í Bandaríkjunum.
Í verkefninu er horft er til þess að styðja við sveitarfélög með því að skiptast á þekkingu og reynslu í gegnum jafningjafræðslu og samvinnu varðandi málefni sem varða hringrásarhagkerfið, jafnrétti og inngildingu í samfélög, sjálfbæra ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og matvælaöryggi, þátttöku ungmenna, náttúrulegar lausnir, nýsköpun, búa til aðlaðandi lífvænar borgir, sjálfbæran hreyfanleika og samgöngur. Þannig fellur verkefnið að stefnu Kópavogsbæjar sem felur í sér Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Samskipti, samvinna og fræðsla á milli sveitarfélaga á Norðurslóðum fellur undir stefnu ESB um Norðurslóðir og sjálfbæra þróun og er verkefnið fjármagnað af Evrópusambandinu.