Kópavogsbær hefur fest kaup á tæki til að gera spor fyrir gönguskíði og var tækið prófað í Fossvogsdal þar sem er nú flott braut sem lögð var af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Það þýðir að hægt er að leggja góð spor í landi Kópavogs.
Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Sóley Margrét Jónsdóttir kraftlyftingakona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2022.