Fréttir & tilkynningar

Annar gæsluvallanna í sumar er Lækjarvöllur við Lækjarsmára.

Gæsluvellir opnir í sumar

Sumaropnun gæsluvalla í Kópavogi hófst í dag, þann 10. júlí. Tveir gæsluvellir verða reknir í bænum frá 10. júlí til 7. ágúst. Þeir eru Lækjarvöllur við Lækjarsmára og við leikskólann Sólhvörf v/ Álfkonuhvarf.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri á ferðinni í leikskóla í Kópavogi.

Heimsótti alla leikskóla Kópavogs

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs lauk nýverið við að heimsækja alla leikskóla Kópavogs. Þegar hún tók við sem bæjarstjóri Kópavogs einsetti hún sér að heimsækja leikskóla í Kópavogi til að kynna sér starfsaðstæður og starfsumhverfi leikskólanna.
Kort sem sýnir umfang framkvæmda.

Heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu 19.-21. ágúst

Vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu verður lokað fyrir heita vatnið í öllum Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti og Norðlingaholti. Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2. English below.
Heita­vatns­laust við Álfhólsveg og nágrenni

Heitavatnslaust við Álfhólsveg og nágrenni

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust við Álfhólsveg og gæti valdið þrýstingsfalli í nágrenni. mið 10. júlí
Lokað fyrir kalt vatn

Lokað fyrir kalt vatn 10.júlí.

Lokað fyrir kalt vatn í Lundarbrekka, Þverbrekka, Selbrekka
Listafólk Skapandi Sumarstarfa 2024

Fjölbreyttir viðburðir Skapandi Sumarstarfa

Dagskrá Skapandi Sumarstarfa er afar fjölbreytt og metnaðarfull í sumar. Listhóparnir stóðu fyrir ýmsum viðburðum í og um bæinn í síðasta mánuði en dagskrá júlímánaðar er ekki síðri. Skapandi Sumarstörf í Kópavogi veita ungu listafólki á aldrinum 20-26 ára tækifæri til að vinna að eigin listsköpun og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins. Í sumar eru starfrækt 11 spennandi og ólík verkefni en að baki þeim standa 26 ungt listafólk úr mismunandi listgreinum.
Rólan er staðsett á leiksvæði norðan við Dalsmára, austan við Sporthúsið.

Hjólastólaróla við Dalsmára

Hjólastólarólu hefur verið komið upp í Smárahverfi en rólan er ein af þeim verkefnum sem valin voru af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogi síðast þegar kosið var í því, 2022. Rólan er staðsett á leiksvæði norðan við Dalsmára, austan við Sporthúsið.
Lokunartilkynning Smiðjuvegur 8. júlí

Lokunartilkynning Smiðjuvegur 8. júlí

Áformað er að hefja umfangsmiklar malbiksviðgerðir á Smiðjuvegi mánudaginn 8.júlí.
Hjáleiðir vegna malbikunarframkvæmda

Lokað vegna malbiksframkvæmda

Mánudaginn 8. júlí millil kl. 9:00 og 13:00 er fyrirhugað að malbika Breiðahvarf á milli Vatnsendavegar og Funahvarfs.
Jónas Ingimundarson og Ásdís Kristjánsdóttir

Hittust til að ræði málefni Salarins

Jónas Ingimundarson píanóleikari og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs funduðu á dögunum og ræddu málefni Salarins, tónlistarhúss og sérstöðu hans.