- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbúar og aðrir gestir kunna greinilega vel að meta hjóla- og göngustíga bæjarins. Nýleg könnun á notkun stíganna sýnir að sífellt fleiri nýta sér þá. Stígurinn um Fossvog er sá fjölfarnasti. Þéttriðið net göngu- og hjólreiðastíga er um allan Kópavog og hefur Kópavogsbær unnið ötullega að því að búa Kópavogsbúum góð útivistarsvæði með göngu- og hjólreiðatengingum á milli hverfa sem og til nærliggjandi sveitarfélaga.
Í könnuninni sem gerð var 2. júlí í sumar voru taldir þeir sem hjóluðu eða gengu um helstu hjóla- og göngustíga bæjarins. Talið var á tíu stöðum frá kl. 7:00 til 10:00 og aftur frá kl. 15:00 til 18:00. Niðurstaðan sýnir mikla aukningu á gangandi og hjólandi umferð á milli ára.