Vináttuvagn í Kársnesskóla

Vináttuvagninn er fagurlega skreyttur.
Vináttuvagninn er fagurlega skreyttur.

Í desember ekur strætisvagn um götur höfuðborgarsvæðisins skreyttur skilaboðum nemenda í 10.bekk Kársnesskóla.

Nánar:

Á baráttudegi gegn einelti sem var í nóvember unnu nemendur í 10.bekk Kársnesskóla verkefni þar sem þau bjuggu til Vináttuvagn – leiðin til hamingju. Hver nemandi skrifaði á rautt hjarta eða stjörnu jákvæðan eiginleika í fari fólks.

Strætó BS fékk upplýsingar um þetta verkefni og núna í desember keyrir Vináttuvagninn um götur höfuðborgarsvæðisins, skreyttur þessum fallegu orðum sem börnin  skrifuðu. 
 
"Sérstaklega skemmtilegt verkefni og líka gaman að sjá að verkefnið var í heild sinni sett á vagninn. Húrra f yrir vináttunni,  Gylfa Frey kennara, nemendum í 10. bekk og Strætó," eins og segir í frétt Kársnesskóla.