Viðgerð við Fífuhvammsveg

Áætluð þverun sést á myndinni.
Áætluð þverun sést á myndinni.

Vegna framkvæmda Kópavogsbæjar verður Fífuhvammsvegur þveraður á þriðjudag, 18. mars 2025.

Staðsetning er við Reykjanesbraut, í aksturstefnu í austur – sjá skýringarmynd. Umferð verður takmörkuð við eina akgrein á meðan á framkvæmdum stendur.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir frá 9-14. Settar verða upp viðeigandi merkingar á framkvæmdasvæðinu.

Umsjónarmaður framkvæmda er Ólafur Jóhannsson í síma: 691 0971

Við biðjumst velvirðingar á öllum truflunum sem þetta kann að valda.