- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Vinnuskólinn í Kópavogi og starfsmenn Þjónustumiðstöðvar bæjarins, alls á sjöunda hundrað manns hreinsuðu plast og rusl í Kópavogi á plasthreinsunardeginum "Kópavogur gegn plasti" sem haldinn var 13. júní. Auk Vinnuskólans og Þjónustumiðstöðvarinnar veitti Blái herinn liðsauka við hreinsun strandlengju bæjarins. Þá tóku margir leikskólar þátt í hreinsuninni sem haldin var í fyrsta sinn í ár.
Átakið var sett formlega af bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, við Hörðuvallaskóla í Kópavogi í upphafi vinnudags.
Mikil vinnugleði ríkti á plasthreinsunardeginum og mat aðstandenda að mjög vel hafi tekist til.