- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Rúmlega 950 manns sóttu heim Bókasafn Kópavogs á föstudaginn en þá var í boði fjölbreytt dagskrá á safninu í tilefni af 60 ára afmæli þess. Fjölmargir sóttu einnig safnið á laugardeginum en þá lásu Gjábakkaskáldin upp ljóð og á sunnudeginum var ljóðamessa í Kópavogskirkju sem einnig sló aðsóknarmet.
Gestum og gangandi var boðið upp á afmæliköku á sjálfan afmælisdaginn og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, héldu tölu. Ármann upplýsti að hann hygðist leggja það til, að ráði lista- og menningarráðs, að stofnaður verði starfshópur um framtíð bókasafnsins. Karen færði safninu gjöf frá lista- og menningarráði, ýmsan tæknibúnað, sem mun nýtast safninu vel.
Hrafn A. Andrésson bæjarbókavörður bauð gesti velkomna og fór örstutt yfir sögu safnsins. Frumkvæðið að safninu kom frá Framfarafélagi Kópavogs sem beitti sér fyrir stofnun Lestrarfélags Kópavogshrepps. Tuttugu manns skráðu sig á stofnfundinn en lestrarfélagið sá um rekstur safnsins fyrst um sinn.
Á meðfylgjandi mynd heldur Hrafn á innrammaðri mynd af dreifibréfi sem sent var til Kópavogsbúa um stofnun lestrarfélagsins.