- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjölmenni var á stofnfundi Kópavogsfélagsins sem haldinn var nýverið í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar. Á fundinum voru kjörnir þrír nýir fulltrúar í stjórn félagsins og einn til vara. Í stjórn voru kjörin: Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins, Hrafn A. Harðarson bæjarbókavörður og Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingar var kjörinn varamaður.
Kópavogsfélagið er félag áhugafólks um endurreisn Hressingarhælisins og Kópavogsbæjarins en bæjaryfirvöld ýttu þessu verkefni úr vör. Fyrir hönd bæjarins eru í stjórn þau Margrét Björnsdóttir formaður, Garðar H. Guðjónsson, Kristinn Dagur Gissurarson og Una Björg Einarsdóttir en sú síðastnefnda er varamaður.
Tilgangur félagsins er tvíþættur. Annars vegar er stjórn félagsins ætlað að ljúka hugmyndavinnu og gera tillögur til bæjarráðs um hvaða starfsemi eigi að vera í húsunum tveimur. Stjórninni ber að skila bæjarráði rökstuddum tillögum um þetta eigi síðar en þremur mánuðum eftir stofnfund. Hins vegar er félaginu ætlað að afla fjár til framkvæmda við endurbyggingu húsanna, en þau voru bæði friðuð á síðasta ári.