- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Erla Wigelund Kristjánsson, ekkja tónlistarmannsins Kristjáns Kristjánssonar (KK sextettinn), hefur afhent Tónlistarsafni Íslands allar útsetningar hljómsveitarinnar. Það var gert við hátíðlega athöfn í safninu um liðna helgi. Í gjöfinni eru m.a. handrit af hundruðum laga sem útsett voru af meðlimum hljómsveitar Kristjáns í gegnum árin.
Einnig má finna útgefnar nótur, erlendar og innlendar, af öllum helstu dægurlögum frá þeim tíma sem hljómsveitin starfaði. Aukinheldu eru í safninu ýmis bréf og samningar hljómsveitarinnar.
Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, segir að nótna- og gagnasafnið sé merk heimild um starfsemi einnar vinsælustu dægurhljómsveitar sem starfaði á landinu um miðbik síðustu aldar. „Gögnin verða varðveitt hjá Tónlistarsafni Íslands, í samvinnu við Landsbókasafn Íslands, handritadeild. Safnið mun hafa aðgang að þeim til sýningar skapist tækifæri til þess.“
Bjarki segir að safnkosturinn myndi mikilvæg tengsl inn í dægurmenningu þjóðarinnar, „en íslensk söfn hafa lítið sinnt því að safna heimildum um þenna þátt íslenskrar menningar fram að þessu.“
Á meðfylgjandi mynd má sjá Bjarka Sveinbjörnsson, forstöðumann Tónlistarsafns Íslands og Erlu Wigelund Kristjánsson.