- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fulltrúar nemenda úr öllum grunnskólum Kópavogs sýndu og sögðu frá því hvernig spjaldtölvan hefur komið að notum í námi og kennslu á uppskeruhátíð spjaldtölvuverkefnis Kópavogsbæjar sem fram fór föstudaginn 12. maí.
Listrænir hæfileikar, kímnigáfa, sköpun og tæknikunnátta nutu sín í umfjöllun nemenda sem sögðu frá verkefnum af ýmsum toga. Fjölbreytnin endurspeglar vel þá grósku sem er í skólastarfinu í Kópavogi.
Hátt í tvö hundrað nemendur, kennarar og gestir komu saman á uppskeruhátíðinni sem fór fram í Salnum.
Tæp tvö ár eru síðan innleiðing spjaldtölva grunnskóla í Kópavogi hófst. Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk hafa nú spjaldtölvur til umráða, eða alls um 3000 mörg börn.
Markmið spjaldtölvuvæðingar hefur frá upphafi verið að bæta skólastarf í Kópavogi, skólar verði áfram í fremstu röð en skólastarf aðlagist breyttum tímum. Notkun spjaldtölva eykur bæði vægi sköpunar og nýsköpunar í námi og gefur færi á fjölbreytni í kennsluháttum.
Samhliða innleiðingu spjaldtölva í Kópavogi hafa nemendur verið uppfræddir í upplýsinga- og miðlalæsi og lögð áhersla á að efla stafræna borgaravitund, sem þýðir að nemendum er leiðbeint um hvernig þeir eigi að sýna ábyrga hegðun á netinu. Einnig hafa verið haldin námskeið fyrir foreldra bæði um möguleika spjaldtölva í námi og kennslu og hvernig foreldrar geta stuðlað að réttri notkun þeirra heima.
Unnið hefur verið að innleiðingu spjaldtölva í Kópavogi frá hausti 2014. Þá hófst tæknilegur undirbúningur verkefnisins. Verkefnastjóri var ráðinn vorið 2015 og kennsluráðgjafar sömuleiðis. Haustið 2015 voru fyrstu spjaldtölvurnar afhentar en síðastliðið haust lauk afhendingu í alla árganga sem verða með spjaldtölvur.