- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Nýtt kerfi sem heldur utan um umsóknir um byggingarleyfi í Kópavogi, OneLand Roboot, var opnað formlega þriðjudaginn 24. september. Með tilkomu kerfisins geta umsækjendur nú alfarið athafnað sig með rafrænum hætti þegar sótt er um byggingarleyfi.
OneLand Roboot er hluti af One-stjórnsýslukerfi Kópavogsbæjar. UT deild Kópavogsbæjar í samvinnu við umhverfissvið og embætti byggingarfulltrúa hefur haldið utan um þróun kerfisins í samstarfi við fyrirtækið One Systems ehf.
Með tilkomu nýs kerfis þurfa aðilar að baki umsókn um byggingarleyfi, svo sem hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ekki að koma í afgreiðslu byggingarfulltrúa í Kópavogi með pappíra og skjöl heldur geta sinnt erindum sínum rafrænt.
OneLand Roboot er enn eitt skrefið í rafvæðingu stjórnsýslu Kópavogs sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Með þessari nýjung hafa um 55 þjónustuleiðir verið rafvæddar.
NÁNAR UM NÝTT KERFI:
Hönnuður eða eigandinn sjálfur sem ætla að senda inn umsókn um byggingarleyfi, fara inn á Þjónustugátt Kópavogs í gegnum vef Kópavogsbæjar, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og senda umsókn inn með rafrænum hætti.
Umsóknir ásamt teikningum er hægt að senda beint af starfsstöð hönnuða til bæjarins, tilnefningar um hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara á verk og staðfesting þessara aðila um að taka að sér verkið, fer alfarið fram með rafrænum hætti.
Þannig þurfa þessir fagaðilar ekki að koma á starfsstöð byggingarfulltrúa til þess að uppfylla og staðfesta starfsskyldur sína, þeir einfaldlega opna símann sinn eða tölvuna þar sem þeir eru staddir hverju sinni og ganga frá öllum tilnefningum og staðfestingum með rafrænum hætti.
Yfirferð teikninga og samskipti vegna þeirra við hönnuði verður með rafrænum hætti og að endingu þegar teikning uppfyllir öll skilyrði verður hún undirrituð af byggingarfulltrúa og starfsmönnum hans með rafrænum hætti.
Úttektir geta byggingarstjórar og eða starfsmenn byggingarfulltrúa gert í gegnum app sem er beintengt við OneLand Roobot kerfi Kópavogs. Að úttekt lokinni er hún send inn í málið, allt með rafrænum hætti.
Lykilaðilar að baki hverri umsókn um byggingarleyfi, það er hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar hafa svo greinargott yfirlit yfir athafnir sínar og aðkomu að umsókninni á sinni þjónustugátt hjá Kópavogsbæ.