- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Tvær sex manna fjölskyldur frá Sýrlandi er fluttar í Kópavog. Von er á þriðju fjölskyldunni til viðbótar en fjölskyldurnar eru fyrstu flóttamenn sem setjast að í Kópavogi. Alls komu 35 flóttamenn til landsins þriðjudaginn 19. janúar. Í Kópavogi hefur verið unnið undirbúningi komu fjölskyldnanna í bæinn frá því í haust þegar ljóst varð að ríkisstjórnin þekktist boð bæjarins um móttöku flóttamanna.
Mikil samvinnu hefur verið á milli Kópavogsbæjar og Rauða kross Íslands í undirbúningnum auk samvinnu sveitarfélaga á milli. Að þessu sinni fór hluti hópsins til Akureyrar en einnig er vona á fjölskyldum til Hafnarfjarðar.
Fjölskyldurnar sem flytja nú í Kópavog eru með börn á aldrinum eins til sautján ára. Þeim til aðstoðar verða stuðningsfjölskyldur Rauða krossins auk þess sem starfsfólk Kópavogsbæjar er þeim innan handar í margvíslegum málum.
Móttaka flóttamanna beint úr flóttamannabúðum í nágrenni stríðshrjáðra svæða er einn hluti framlags Íslands samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar.