Streymisfundur um Arnarnesveg

Arnarnesvegur
Arnarnesvegur

Tillaga að nýju deiliskipulagi Arnarnesvegar, 3. áfanga, verður kynnt á streymisfundi fimmtudaginn 3. mars.  Frestur til að senda athugasemdir
hefur verið framlengdur til 11. mars.

Streymisfundur um Arnarnesveg

Athugið að hlekkurinn verður virkur þegar útsending hefst

Deiliskipulagstillagan nær til hluta Arnarnesvegar, nýs vegar með tveimur akreinum í hvora átt, göngu- og hjólastíga, ásamt tveimur nýjum
hringtorgum, frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem ná að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins.

Hægt er að kynna sér tillöguna á vef Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar og senda fyrirspurnir fyrirfram á netföngin skipulag@reykjavik.is
eða skipulag@kopavogur.is. Leitast verður við að svara þeim á fundinum. Einnig verður hægt að senda fyrirspurnir meðan á streyminu stendur.

Allar upplýsingar er að finna á reykjavik.is/arnarnesvegur.

Kópavogsbær Reykjavíkurborg  Að fundinum standa Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Vegagerðin en auk fulltrúa þeirra verða á fundinum fulltrúar
verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi deiliskipulagsins. 

Nánar um deiliskipulagið