- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þrettán grunnskólabörn úr Kópavogi voru í dag verðlaunuð á ljóðahátíð í Salnum fyrir ljóð sem þau sendu inn íljóðasamkeppni grunnskólanna í bænum. Nemendur úr sex skólum sendu ljóð í keppnina sem haldin er í fyrsta sinn í ár. Ljóst er að keppnin er komin til að vera.
Þau sem urðu í þremur efstu sætunum eru Katrín Kemp úr Vatnsendaskóla fyrir ljóðið Vetrarkvöld, Hrönn Kristey Atladóttir úr Hörðuvallaskóla fyrir ljóðið Skógarljóð og Ólafur Örn Ploder úr Álfhólsskóla fyrir ljóðið Bolti.
Ljóðasamkeppni grunnskólanna er haldin í tengslum við hina árlegu ljóðasamkeppni menningar- og þróunarráðs sem kennd er við skáldið Jón úr Vör. Þátttakan ígrunnskólakeppninni var mjög góð og er stefnt að því að hún verði árviss viðburður hér eftir. Markmiðið er ekki síst að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð.
Fjöldi grunnskólabarna í bænum tók þátt og yfir sextíu ljóð voru send áfram til dómnefndar sem valdi þrettán verðlaunaljóð og þar af þrjú ljóð sem voru í þremur efstu sætum.
Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri og Hafsteinn Karlsson, formaður menningar- og þróunarráðs, afhentu verðlaunin, bókargjöf og blómvendi. Þau Katrín, Hrönn Kristey og Ólafur Örn lásu síðan upp verðlaunaljóðin sín.
Dómnefnd skipuðu Gerður Kristný, ljóðskáld og rithöfundur, Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og Sigurður Pálsson, ljóðskáld og rithöfundur.
Eftirfarandi grunnskólabörn fengu viðurkenningu í grunnskólakeppninni, auk þeirra þriggja sem þegar hafa verið nefnd:
Anna Margrét, Vatnsendaskóla
Steingrímur Bersi, Vatnsendaskóla
Fanney Einarsdóttir, Lindaskóla
Selma M. Gísladóttir, Hörðuvallaskóla
Róbert Atli Svavarsson, Lindaskóla
Baldvin Snær, Vatnsendaskóla
Anna Margrét Soussounis, Hörðuvallaskóla
Katrín Þóra Hermannsdóttir, Kársnesskóli
Lilja Lind Helgadóttir, Kársnesskóla
Líney Ragna Ólafsdóttir, Salaskóla