- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og Arnar Björnsson frá Heimili og skóla undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi í Kópavogi föstudaginn 28. ágúst. Undirritunin fór fram í Salnum í Kópavogi að viðstöddum skólastjórum, starfsfólki menntasviðs og bæjarfulltrúum.
Menntamálaráðherra rakti aðdraganda Þjóðarsáttmálans og bæjarstjóri Kópavogs þakkaði ráðherra fyrir framtakið, sagði það í samræmast vel stefnu og verkefnum leik- og grunnskóla í Kópavogi. Arnar Björnsson, formaður SAMKÓPS, samtaka foreldrafélaga í Kópavogi og fulltrúi Heimilis og skóla við undirrskriftina, fagnaði því að foreldrar tækju þátt í verkefninu.
Markmið Þjóðarsáttmála um læsi er að unnið verði að því markmiði að 90% nemenda geti lesið sér til gagns árið 2018. Af vef menntamálaráðuneytisins:
"Þjóðarsáttmáli um læsi er í senn yfirlýsing og samningur við hvert sveitarfélag í landinu um sameiginlegan skilning á mikilvægi læsis og að unnið verði eftir fremsta megni að því marki að a.m.k. 90% nemenda í hverju sveitarfélagi geti lesið sér til gagns árið 2018 en landsmeðaltalið núna er um 78%. Mennta- og menningarmálaráðherra mun hitta fulltrúa sveitarstjórnanna á 11 stöðum um landið á næstu vikum til að undirrita samninginn."