Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins kynnt

Kópavogsbær
Kópavogsbær

Tillaga um nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður kynnt á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, fimmtudaginn 3. apríl og 10. apríl.

Svæðisskipulagið, Höfuðborgarsvæðið 2040, verður sameiginleg áætlun sveitarfélaganna um náið samstarf um skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu áratugi.

Ýmis nýmæli og breytingar eru að finna í tillögunni og ber þar helst að nefna vaxtamörk um þéttbýli höfuðborgarsvæðisins, samgöngu- og þróunarás sem tengir svæðið saman og áhersla á að beina framtíðarvexti á vel tengda miðkjarna og þróunarsvæði.

Alls verða 2 fundir haldnir, fimmtudaginn 3. apríl kl. eitt og fjögur og fimmtudaginn 10. apríl klukkan eitt og fjögur. SSH er til húsa í Hamraborg 9, Kópavogi.