- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Boðið er upp á fjölda viðburða í menningarhúsum og sundlaugum Kópavogsvog næstu helgi þegar safna- og sundlaugarnótt fara fram. Safnanótt hefst klukkan sjö föstudaginn 5. febrúar og lýkur á miðnætti.
Sundlauganótt er laugardaginn 6. febrúar. Þá er frítt inn frá 16 til miðnættis í báðar sundlaugar Kópavogs og dagskrá í báðum laugum.
Fjölbreytt dagskrá á safnanótt
Gerðarsafn, Salurinn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Molinn og Héraðsskjalasafnið bjóða gesti og gangandi velkomna, ókeypið er inn og nóg af bílastæðum.
Meðal þess sem boðið er upp á er leiðsögn listamannanna Katrínar Elvarsdóttur og Ingvars Högna Ragnarssonar um sýningu sína í Gerðarsafni og leiðsögn um listaverkageymslu safnsins. Einar einstaki töframaður og Sirrí spá verða í Bókasafninu og margvíslegur fróðleikur í Náttúrufræðistofunni og Héraðskjalasafni Kópavogs. Í Molanum verða gestir teknir inn í menningarheim unga fólksins, þar spilar Local Kópavogs Jazzband og leikverkið „I thought it was brilliant. A fantastic performance!“ -Henrik Vibskov“ verður flutt svo dæmi séu tekin. Í anddyri Salarins verða sýndar upptökur frá tónleikum í gegnum tíðina. Þá verður nýja kaffihúsið í Gerðarsafni, Garðskálinn, opið og boðið upp á sælkerastund þar sem fágætir ostar og gæðabjór eru í forgrunni auk hefðbundnari kaffiveitinga.
„Það myndast einstök stemning hjá okkur í menningarhúsunum á Safnanótt, hér eru mörg söfn, spennandi dagskrá og gott aðgengi. Við bjóðum Kópavogsbúa og alla gesti safnanætur hjartanlega velkomna hingað,“ segir Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogs.
Flott atriði og frítt í sund á sundlauganótt
Sundlauganótt var haldin í fyrsta sinn í fyrra í Sundlaug Kópavogs, en nú tekur Salalaug einnig þátt. Sundlauganótt hefst klukkan 16 og er opið til miðnættis. Frítt er í sundlaugarnar. Í Sundlaug Kópavogs er boðið upp á Zumba og tónleika með Ragnheiði Gröndal að þeim loknum. Í Salalaug verður jóga í vatni, dj og boðið upp á flot.
Safna- og sundlauganótt eru hluti af Vetrarhátíð sem fram fer á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hátíðinni lýkur á sunnudag með fjölskyldudegi í Bláfjöllum og verður þá frítt í fjöllinn fyrir börn yngri en 15 ára.
Dagskrá Vetrarahátíðar í Kópavogi
Dagskrá Vetrarhátíðar á öllu höfuðborgarsvæðinu