- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Á afmælisfundi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, var skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar GKG. Klúbburinn fagnar 20 ára afmæli á árinu. Það voru bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson og formaður GKG, Guðmundur Oddsson sem rituðu undir viljayfirlýsinguna.
GKG er annar stærsti golfklúbbur landssins og skarar fram úr varðandi barna og unglingastarf. Í klúbbnum eru nú um 2.000 félagar, 338 af þeim eru börn og unglingar undir 15 ára aldri. Að auki eru 67 einstaklingar 16 til 18 ára og um 470 krakkar fara í gegnum golfleikjanámskeið GKG. Það eru því tæplega 900 börn og unglingar sem nýta sér þjónustu GKG á hverju ári. Þess má geta að stærsti klúbbur Danmerkur er með 180 börn og unglinga skráða sem meðlimi.
Félagsaðstaða GKG hefur ekki fylgt eftir þeirri aukningu sem verið hefur á iðkendum, en núverandi golfskáli var söluskáli á Selfossi og keyptur af GKG vorið 1990. Undanfarin ár hefur því verið unnið að þarfagreiningu á klúbbhúsi fyrir GKG. Í ljósi þess að barna- unglinga og afreksstarf félagsins er með þeim hætti sem er, þarf að taka mið af því við byggingu nýs klúbbhúss.
Það var því niðurstaðan að sameina innanhússæfingastöðu við félagsaðstöðuna og byggja Íþróttamiðstöð í stað hefðbundins klúbbhúss. Búið er að teikna drög að Íþróttamiðstöðinni og er það Helgi Már Halldórsson sem unnið hefur þá vinnu.
Það er von forráðamanna GKG að hægt verði að hefja byggingu íþróttamiðstöðvarinnar næstkomandi haust enda er þörfin orðin brýn.