- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Skólahljómsveit Kópavogs tekur þátt í maraþontónleikum í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 15. nóvember.
Tónleikarnir standa yfir frá klukkan ellefu að morgni til klukkan sex að kvöldi og leikur hver skólahljómsveit í hálfa klukkustund. Allar hljómsveitirnar verða með íslenska efnisskrá og þema tónleikanna er „Óskalög þjóðarinnar“ eftir samnefndum sjónvarpsþætti sem sýndur var á RÚV síðasta vetur.
Þannig leikur hver sveit að minnsta kosti tvö lög af þeim 35 lögum sem kepptu um titilinn Óskalag þjóðarinnar. Í tilefni af þessum viðburði voru fjölmörg þessara laga útsett sérstaklega fyrir blásarasveitir og verða nokkur þeirra frumflutt á tónleikunum á sunnudaginn. Að sjálfsögðu mun sigurlag óskalagakeppninnar, „Þannig týnist tíminn“ hljóma á sunnudaginn ásamt lögum á borð við Bláu augun þín, Braggablús, Dimmar Rósir, Litla flugan og Jungle Drum. Auk þessara laga mega tónleikagestir eiga von á fjölbreyttu íslensku lagavali.
Flestar hljómsveitirnar sem fram koma eru af höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitir frá Akureyri og Neskaupstað leggja land undir fót til að taka þátt í skemmtuninni ásamt hljómsveitum frá Reykjanesbæ og Árborg. Alls er áætlað er að um 500 börn og unglingar láti ljós sitt skína í Norðurljósasal Hörpu. Kynnir á tónleikunum er píanóleikarinn góðkunni Jón Ólafsson sem einmitt sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur.
Aðgangur að tónleikunum ókeypis og tónleikarnir öllum opnir.
Það eru Samtök íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) sem standa fyrir viðburðinum með stuðningi frá Nótnasjóði STEF-s, Tónastöðinni, Félagi íslenskra hljómlistarmanna og tónskáldasjóði RÚV.