- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Skógræktarfélag Kópavogs hlaut Landgræðsluverðlaunin 2023 fyrir verkefnið Endurheimt birkivistkerfa, söfnun og sáning á birkifræi.
Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi hófst sem samstarfsverkefni fjölmargra aðila vorið 2020. Markmiðið var að efla útbreiðslu birkiskóga með sameiginlegu átaki landsmanna við söfnun og dreifingu birkifræs.
Frá upphafi hefur Skógræktarfélag Kópavogs með framkvæmdastjórann Kristinn H. Þorsteinsson verið í farabroddi verkefnisins og borið hitann og þungann af vinnu við framkvæmd þess. Kristinn hefur sinnt fræðslu til áhugafólks, leiðbeint um fræsöfnun og dreifingu og aflað verkefninu stuðnings og samstarfsaðila. Samstarf sem þetta er ómissandi hluti af landgræðslu í landinu og því hlýtur skógræktarfélagið landgræðsluverðlaun 2023.
Landgræðsluverðlaunin 2023 voru afhent við hátíðlega athöfn á ársfundi Landgræðslunnar sem haldinn var 24. maí á Keldnaholti.
Auk Skógræktarfélags Kópavogs hlutu viðurkenningu Midgard, Rangárþingi Eystra - Umhverfisfræðsla í ferðaþjónustu og Októ einarsson - Stöðvun jarðvergsrofs og endurheimt vistkerfa á Heiðarlæk og Heiðarbrekku í Rangárþingi ytra.