Síðsumarganga

Kort sem sýnir gönguleið síðsumargöngu í Kópavogi.
Kort sem sýnir gönguleið síðsumargöngu í Kópavogi.

Árleg síðsumarsganga Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs verður fimmtudaginn, 26. september kl. 17:30.
Mæting er við bílastæði á íþróttasvæðinu Fagralundi (rauður punktur á mynd) og lagt af stað þaðan á slaginu 17:30.

Gengið verður vestur eftir Fossvogsdal en þó aðallega um sk. Hermannsskóg, sem kenndur er við Hermann Jónasson, en skógurinn er norðan við Lundarhverfið. Kópavogsbær eignaðist þetta svæði í júní 2019 og má því segja að þetta sé nýjasta útivistarsvæði bæjarins.

Eins og ævinlega verður sagt frá ýmsu fróðlegu sem fyrir augu ber. Á bakaleiðinni að Fagralundi endar gangan upp úr kl. 19:00 við útikennslusvæðið Asparlund norðan við Víðigrund (blár punktur á mynd) þar sem verður venju samkvæmt boðið upp á grillpylsur.

Þessi hringleið er um 2,2 km löng og tiltölulega greiðfær.