- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær hefur ákveðið að vera með beina útsendingu frá fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Moskvu 16. júní næstkomandi þegar Ísland mætir Argentínu. Veglegt sýningartjald og hljóðkerfi verður sett upp á Rútstúni og geta bæjarbúar jafnt sem aðrir notið þess að horfa á Gylfa mæta Messi á þessum tímamóta knattleik í sögu þjóðarinnar.
Þess má geta að landsliðshópurinn er skipaður nokkrum leikmönnum sem eiga rætur í Kópavogi: Gylfi Sigurðsson, Jóhann Berg, Sverrir Ingason og Alfreð Finnbogason léku allir með Breiðablik við upphaf ferilsins. Það verður frábært að fylgjast með þeim og liðinu öllu á Rútstúni í sumar. Sýnt verður frá upphitun fyrir leikinn og svo leikurinn sjálfur sem hefst klukkan 13.00.