Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Frá Grænutungu 7 sem fékk viðurkenningu fyrir umhirðu húss og lóðar 2023.
Frá Grænutungu 7 sem fékk viðurkenningu fyrir umhirðu húss og lóðar 2023.

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2024 og eru íbúar hvattir til þess að senda inn tilnefningar. á  netfangið:  kopavogur (hja) kopavogur.is

Meðal flokka sem veitt er viðurkenning fyrir eru umhirða húss og lóðar, endurgerð húsnæðis, frágangur lóðar og gata ársins. Einnig er óskað eftir tilnefningum fyrir framlag til umhverfismála af hálfu einstaklinga, félagasamtaka eða fyrirtækja.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til miðvikudagsins 31. júlí 2024 og verða umhverfisviðurkenningar veittar í september 2024.

Það er umhverfis- og samgöngunefnd sem veitir umhverfisviðurkenningar en bæjarstjórn veitir viðurkenningu fyrir götu ársins. Veiting viðurkenninganna á sér rætur til ársins 1964 en þá var tekið að veita viðurkenningar fyrir garða og lóðir í bænum.