- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt stofnun Öldungaráðs bæjarins. Öldungaráð verður skipað þremur bæjarfulltrúum, tveimur frá meirihluta og einum frá minnihluta, og einum til vara. Þá munu sitja í því þrír fulltrúar kosnir af Félagi eldri borgara og einn til vara.
Bæjarstjórn kýs formann ráðsins en ráðið kýs sér varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Öldungaráðið skal vera leiðbeinandi, eftir atvikum, velferðarráði, menntaráði og öðrum ráðum og nefndum eftir atvikum um málefni bæjarins sem eru 67 ára og eldri. Þá skal ráðið afla upplýsinga um málefni bæjarbúa sem eru 67 ára og eldri og miðla þeim eftir þörfum, leggja fram tillögur þar sem úrbóta er þörf og vera í samstarfi við hlutaðeigandi nefndir og ráð í stefnumótun í málaflokknum.
Öldungaráðið mun funda ársfjórðungslega og halda að auki opinn fund árlega með Félagi eldri borgara. Kjörtímabil er hið sama og bæjarstjórnar.
„Samskipti bæjarstjórnar og eldri borgara hafa verið mjög góð og mikil í gegnum tíðina, nú er búið að styrkja þetta samráð enn frekar sem mun koma sér vel fyrir báða aðila,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Skipað verður í ráðið á næstu vikum.