Nýtt sorphirðudagatal 1. ágúst

Nýtt sorphirðudagatal mun taka gildi 1. ágúst og hefur þegar verið gert aðgengilegt á vefsíðu Kópavogsbæjar. Hirðutíðni mun haldast óbreytt fyrir alla úrgangsflokka eða á tveggja vikna fresti.

Skoða uppfært sorphirðudagatal

 

Frá og með 1. ágúst tekur fyrirtækið Kubbur við sorphirðu heimila í Kópavogi, fyrir utan djúpgáma sem verða áfram tæmdir af Íslenska gámafélaginu.

Unnið er að því að skipti um hirðuaðila fari vel fram án mikilla vandkvæða fyrir íbúa.

Ef spurningar vakna eða eitthvað má betur fara, vinsamlegast sendið ábendingu eða hafið samband við Þjónustumiðstöð í síma 441 9000.

Líkt og áður skal líta á sorphirðudagatalið sem viðmiðunardagatal. Veðurfar og aðrar ófyrirséðir þættir geta haft áhrif á losun en almennt ætti ekki skeika meiru en ½ til 1 degi á sorphirðu milli hverfa. Djúpgámar eru útbúnir magnskynjurum og fylgja ekki áætlun sorphirðudagatalsins.

Lesa meira um sorp og endurvinnslu í Kópavogi