- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ný dægradvöl aldraðra í Kópavogi, sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, og Kópavogsbær sömdu um í janúar síðastliðnum, var formlega tekin í notkun í dag. Starfsemin er til húsa í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar við hlið Hrafnistu í Boðaþingi og er gert ráð fyrir dvöl þrjátíu einstaklinga á hverjum tíma.
Nú þegar hafa allnokkrir verið skráðir í dægradvölina, en alls geta um níutíu manns nýtt sér þjónustuna í heild í viku hverri, þar sem hver og einn getur sótt hana tvisvar til þrisvar í viku. Það var Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir, íbúi í Boðaþingi 24, sem fyrst fékk staðfestingu á plássi í dægradvölina, sem klippti á vígsluborðann ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Guðmundi Hallvarðssyni formanni Sjómannadagsráðs.
Dægradvölin í Boðaþingi léttir verulega á brýnni þörf fyrir dægradvöl í Kópavogi, en fyrir hafa Kópavogsbúar haft dagvistarúrræði í Sunnuhlíð. Þetta er eitt af þeim úrræðum sem boðið er upp á til að fólk geti búið sem lengst heima.
Hrafnista annast rekstur deildarinnar en Kópavogsbær greiðir eftir sem áður fastan kostnað af mannvirkinu, viðhald, hita og rafmagn.
Hrafnista rekur nú þegar 44 hjúkrunarrými í Boðaþingi og Kópavogsbær rekur þar þjónustumiðstöð sem m.a. hýsir félagsstarf eldri borgara í bænum og aðra fjölbreytta þjónustu fyrir þann aldurshóp.